Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

Björn Geir Leifsson

Svör til Sigurðar og Emils

Sæll Sigurður og takk fyrir spurninguna. Það hljómar eins og þú sért í illleysanlegum vanda. Ég mundi treysta mínum lækni ef hann segir svona. Ef þú trúir honum ekki þá áttu lagalegan rétt á að fá álit annars læknis. Sæll Emil. Probiotics vörur eru almennt ekki peninganna virði, sérstaklega ekki fyrir frískt fólk. Rannsóknir sýna að oft er ekkert gagnlegt í glösunum, gerlarnir dauðir eða gallaðir í mörgum svona vörum enda ekkert eftirlit með því. Svo hefur það lítil sem engin áhrif í flestum tilvikum að taka "góðgerla". Þeir stoppa stutt við í meltingarveginum og breyta ekki flórunni til langframa. Það sem breytir flórunni í jákvæða átt er fyrst og fremst jákvæð breyting á líferni og mataræði. Það er mikið látið með þarmaflóruna í dag en það byggir meira á sölumennsku en sannreyndum vísindum. Ef maður er með meltingartruflanir og telur sig vita að þær byggja ekki á ólifnaði sem maður getur einfaldlega bætt úr til þess að líða betur, þá er um að gera að bera það undir alvöru lækni en ekki vera að reyna dýrt dósaduft. Ef breyting verður á hægðavenjum og maður tali ekki um blæðingar eða önnur alvarleg einkenni þá getur verið lífshættulegt að treysta á fæðubótarfúsk af þessu tagi. Þá þarf kannski frekar að drífa sig til læknis.

Björn Geir Leifsson, fim. 11. okt. 2018

Fóðrun á brjósklausu hné

Titill: Fóðrun á hnjám???? Texti: Sæll Björn Veistu til þess að hægt sé að fóðra hné á fólki sem er með ónýt hné vagna giktar, allt eða svo til allt brjósk er farið í þessu tilfelli. Vegna taugasjúkdóms segir læknirinn að ekki sé hægt að skipta um hné þar sem hnén muni ekki tolla á sínum stað þar sem vöðvarnir vinna ekki rétt. Sprautur í hnén virka mjög stutt. Er kannski ekkert hægt að gera????? Með kveðju, Sigurður H. Pétursson

Sigurdur H. Petursson, (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 11. okt. 2018

Emil Þór Emilsson

prebiotcs

Er þetta eitthvað svindl ? https://www.amazon.com/gp/product/B01N2NWA1Y/ref=ask_ql_qh_dp_hza Amk. eru vægast sagt slæmar umsagnir þarna Kannski of gott til að vera satt ? kv. Emil

Emil Þór Emilsson, lau. 29. sept. 2018

Emil Þór Emilsson

prebiotics

Er þetta eitthvað svindl ? https://www.amazon.com/gp/product/B01N2NWA1Y/ref=ask_ql_qh_dp_hza amk. eru umsagnir um þetta á þá vegu Er þetta kannski of gott til að vera satt ? kv. Emil

Emil Þór Emilsson, lau. 29. sept. 2018

Offita

Sæll Björn Geir, ég á við verulega offitu að stríða og hef áhuga á skoða maga ermis aðgerð eftir meira 20 ára stríð við þyngdina og aðra heilsukvilla. Tekur þú á móti sjæuklingum beint eða verð ég að fara í gegnum heimilislækni og jafnvel Reykjalund til að fá ráð. Ég var að skoða Auðunn en hef misgóðar sögur af honum. Kær kveðja Kristín Björnsdóttir

Kristin Björnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 19. sept. 2016

HCF eða Happy-calm-focus of gott til að vera satt?

Sæll Björn Geir. Góðir pislarnir hjá þér! Ég hnaut um þetta HCF eða Happy-calm-focus á facebook áðan og datt í hug að spyrja þig út í þetta. Þetta er sagt vera allra meina bót við ADHD. http://menn.is/audur-fann-frabaera-lausn-adhd-eg-fann-ahrif-sem-eg-vissi-ekki-einu-sinni-ad-madur-gaeti-fundid/ Með fyrirfram þökk. Mbk. Bogga

Sigurbjörg Jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 27. feb. 2016

zinzino lýsispillur sem eru til

Sæll Björn. Takk fyrir fróðleik. Langar að spyrja þig einnar spurningar. Ég sá að þú fjallaðir um þetta efni fyrr. Nú er til á mínu heimili nokkuð af þessum lýsispillum frá Zinzino. Er betra að fleygja þeim og kaupa lýsi eða er gagnsemin svipuð. mbk Elvar

Elvar Eyvindsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 28. des. 2015

Forever Living

Sæll Björn Geir Skemmtileg skrif hjá þér. Ég var að velta fyrir mér hvort þú hefðir eitthvað kynnt þér Forever Living vörurnar? Mig langar svo að fá gagnrýna umræðu um þær vörur.

Karen Sóley Jóhannsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 14. júní 2015

Zappkit

frábær skrif, haltu áfram ;O)

Jóhanna Bára Ásgeirsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 19. des. 2014

Björn Geir Leifsson

Sæl Dagmar

... og takk fyrir innlitið. Þetta með hættu af græna teinu á við vörur sem innihalda EXTRAKT af grænu tei, ekki venjulega tedrykkju. Extraktinn er margfalt sterkari. Ekki hefur mér vitanlega tekist að finna út í hverju hættan nákvæmlega er fólgin en það gæti bæði verið vegna þess að extraktið er sterkara eða vegna þess að við framleiðsluna slæðist með önnur grös sem geta haft áhrif á lifrina hjá þeim sem eru viðkvæmir. Lifrarbólga hefur verið að aukast hjá vaxtarræktarfólki og þeim sem nota megrunarefni. Extrakt af grænu tei virðist þar koma mikið við sögu. Lifrarbólga af þessu tagi getur orðið lífshættulegur sjukdómur, stundum þarf að skipta um lifur sem er gríðarlegt mál. Ekki er vitað af hverju þetta kemur fyrir suma en ekki aðra. Þar gætu erfðir spilað inn. VItiligo og Hemochromatosis eru hvort tveggja tengt erfðaþáttum og tengingin liggur væntanlega þar. Varðandi meðferð á Vitiligo þá mæli ég með að það sé aðeins gert í samráði við húðsjúkdómalækni. Það eru til hugsanlegar meðferðarleiðir.

Björn Geir Leifsson, sun. 7. des. 2014

Hemochromatosis og Vitiligo

Sæll, ég hef fylgst aðeins með blogginu hjá þér og á facebook líka. Var að lesa áðan um græna teið og möguleg áhrif á lifrina og sá að vísað var í að fólk með Hemochromatosis/Járngeymdarsjúkdóm ætti að drekka grænt te til að draga úr járnupptöku. Ég er sjálf með Hemochromatosis og hann er mjög algengur í minni fjölskyldu. Hef lesið mér mjög mikið til um þetta og rætt við minn frábæra lækni líka. Hvað grænt te varðar myndi ég sleppa því einmitt útaf álagi á lifrina en ég hef því miður þurft að taka nokkuð af bólgueyðandi lyfjum útaf liðskemmdum sem ég hef fengið útaf einmitt þessu þannig að ég held að maður þurfi að passa hana aðeins. Mín reynsla af þessum efnum sem eiga að vera góð fyrir liðina og minnka liðverki (glúkósamín minnir mig) er ekki góð og ég er steinhætt að taka allt slíkt enda rándýrt líka. Góð hreyfing (og lýsi + D vítamín) virðist vera eina sem virkar fyrir mig. En það má nefna það að mælt er með kaffi með máltíðum til að draga úr járnupptöku, og svo lætur maður rautt kjöt og járnbætt morgunkorn eiga sig að mestu. Annars sýnist mér á því sem ég hef lesið að það sé illmögulegt að stjórna þessu með matarræði eingöngu. Það er eftirlit og blóðtaka sem skiptir mestu máli. Þú nefndir líka Vitiligo á facebook, mjög áhugavert þar sem fjölskyldumeðlimur er með þetta og búinn að fá allar mögulegar greiningar á þessu, þar á meðal sveppadæmið. Eftir að hafa reynt allt án árangurs var að mestu hætt að pæla í þessu enda fátt sem hægt er að gera. Hins vegar ma nefna að hluti af blettunum hvarf við sólböð, það komu fyrst eins og freknur í þá og síðan smáfylltust þeir. En þeir eru mjög viðkvæmir fyrir sól þannig að það þarf að passa að þeir brenni ekki illa. Haltu endilega áfram með þessar bloggfærslur, mjög áhugaverðar og góðar. Mér hefur að mestu tekist að sneiða fram hjá þessu dóti en eitt efni tek ég stundum og það heitir Bio-Kult Candea og hefur reynst mér mjög vel við vægri sveppasýkingu. Sama segja vinkonur mínar og kvensjúkdómalæknirinn minn hefur sagt sömu sögu.

Dagmar Björnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 7. des. 2014

Hvað finnst þér um LDN?

Mig langar til að spyrja þig út í hvort þú hafir eitthvað kinnt þér LDN sem mikið hefur verið talað um. Það eru margir með vefjagigt að nota þetta og margir segja að það sé allt annað líf.

Eyrún Huld Ásvaldsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 29. okt. 2014

Um glútenóþol

Get ekki setið á mér að benda á þessa síðu, verandi sjálf með celiak. Það er svo mikið rugl í gangi varðandi glúten að það er að gera mann brjálaðan. Hér er ein ágæt vitleysa http://lifdutilfulls.is/aettir-thu-ad-vera-gluten-fri/?utm_content=bufferc3100&utm_medium=social&utm_source=facebook.com&utm_campaign=buffer

María G. Þórisdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 15. okt. 2014

Fjárplógsmenn eiga auðvelda leið ...

... að veiku fólki og óhamingjusömu. Það þarf að beita öllum ráðum til að forða lösnu fólki frá að lenda í klóm þeirra. Breiði út boðskapinn!

Linda María Magnúsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 9. okt. 2014

Sönn vísindi

Takk fyrir að svara þessum "heilsu" iðnaði/markaði. Gott að fá einhvern sem talar hreint út um þessi mál. Kveðja Guðrún Kristín Matvæla- og næringarfræðingur MS

Guðrún Kristín (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 3. okt. 2014

Björn Geir Leifsson

MSM...

Ég fékk nýlega yfir mig heilmikla skammartölu á Facebook-síðu Berry.En sölumanna fyrir að vera á móti öllum merkilegheitunum sem ég var spurður um hér á gestabókinni. En það er nú eiginlega bara af því að þið spyrjið mig nánast eingöngu um húmbúkk og hindurvitni sem auðvelt er að finna upplýsingar um :D MSM er lífrænt brennisteinssamband sem kemur fyrir í litlu magni í mörgum fæðutegundum. Sem markaðsvara er það framleitt í efnaversksmiðjum. Það hefur verið mikið notað af fæðubótarsölum af því að það hljómar voðalega merkilega, hægt að búa til alls konar vísindaskrum kringum það og það drepur þig ekki þó þú takir mikið af því. MSM (stundum nefnt DMSO2) hefur verið allnokkuð rannsakað en lítið komið út úr því. Af því að því er óspart prangað inn á fæðubótarfíkla með alls konar heilsufullyrðingum þá hafa sérfræðingar EFSA farið í gegnum fjölda þeirra. T.d. um að það styrki ónæmiskerfið eða lagi slitgigt en ekki ein einasta þeirra hefur staðist skoðun. Sannleikurinn er að þetta er enn eitt fæðubótarskrumið svipað og hindberjaketónin sem ég skrifaði um fyrir nokkru. Glúcosamin og chondroitin hef ég fjallað um hér og því miður fyrir okkur gigtarskrokkana stóðust þessi efni alls ekki þær miklu væntingar sem voru gerðar til þeirra fyrir rúmum áratug. Að þau séu enn seld sem meðul við slitgigt t.d. í Liðaktín og nutrilenk vörunum þýðir ekki að það sé eitthvað gagn í þeim annað en tímabundin óskhyggja. Margir læknar halda ennþá að þessi efni geri eitthvað gagn. Allar nýlega uppfærðar meðferðarleiðbeiningar sem ég hef kíkt á mæla gegn þessum efnum. Til dæmis þær bresku sem teljast mjög vandaðar. Þar stendur beinlínis: Nutraceuticals: 1.4.5 Do not offer glucosamine or chondroitin products for the management of osteoarthritis. [2014]

Björn Geir Leifsson, lau. 13. sept. 2014

MSM o.fl.

http://www.naturesbest.co.uk/msm-1000mg-p538/?SRC=GOGLUO&OVMTC=Phrase&site=&creative=53333391788&OVKEY=msm&url_id=26004824&adpos=1t1&device=c&gclid=Cj0KEQjw1s-gBRCKwOKQ1sWonvsBEiQA8qALFUTHsZj8jEedTpqvJKY52SRWEMxvOQAlKppsEYmoRh8aAvKM8P8HAQ Sæll Björn Geir og takk fyrir svarið um Manna360. Hér kemur annað efni sem ég hef verið að hugsa um að taka við slitgigtinni, en langar að heyra þitt álit á þ.e. MMSM, Glucosamine Gold eða Glucosamine with Chondroitin. Með kveðju Sigrún Jóh.

Sigrún Jóhannsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 13. sept. 2014

Björn Geir Leifsson

Femarelle

Þar er um að ræða "grasameðal" sem hefur trúlega þá virkni sem sagt er en mér skilst að það sé þó ekki vel rannsakað. Það er meira að segja vitað hvaða sértæka efni um er að ræða. Áhrifin er þó ansi lítil ef mér skjátlast ekki og sennilega þess vegna ekki hreinsað og flokkað sem alvör nýtanlegt lyf. Hvort varan sem seld er innihaldi það sem sagt er eða í nægu magni og án annarra efna með óæskilega verkun er alltaf spurning í svona samhengi. Ég einbeiti mér að því að finna og skoða það sem er greinilega ónýtt og ósatt fyrst og fremst svo ég læt þetta kyrrt liggja.

Björn Geir Leifsson, fim. 4. sept. 2014

Fæðubótafefni...

Sæll Björn ...ég hef verið að velta fyrir mér Femarelle ekki hormón fyrir konur ..auðvitað á þetta að vera gott og gera gagn ..frásagnir kvenna benda til þess að þetta virki og ekki er ástæða til annars en að trúa því ...14 ára rannsóknir skv.pakka.benda til að þetta hafi þarf innihald fyrir konur...en hvað í þessu er svo annað mál ..auðvitað er innihaldslýsing og allt ...en stundum vill maður vita meira ...Sigurbjörg

Sigurbjörg (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 4. sept. 2014

Björn Geir Leifsson

Sæl Birna

Það er talsvert til af svona svindltækjum sem hómeópatar og náttúrulæknar nota þegar þeir þykjast vera að greina fólk. SCIO-tækið, Bioresonanz tækið hennar Matthildar, zyto skanninn og fleira. Þetta tæki vissi ég reyndar ekki að væri í notkun hér. Þarf að skoða það betur. En þetta er alltsaman tómt plat. Sænska dagblaðið Expressen tók þetta fyrir í byrjun árs og fletti ofan af konu sem notaði svona tæki á blaðamann með falda myndavél. Hún er ung og frísk en samt fékk hún nærri fimmtíu sjúkdómsgreiningar hjá henni, bæði svona sem hún átti að vera með og sem hún mundi örugglega fá ef hún keypti ekki fullt af pillum og púlveri af henni. SCIO tækið sem á annan tug íslenskra græðara auglýsa er sérstaklega áhugavert vegna brjálaða mannsins sem er á bak við það. Um málið er fjallað í þessum sjónvarpsþætti: http://youtu.be/6ChyxfWuYAs

Björn Geir Leifsson, mán. 1. sept. 2014

Vega Test Expert.

Sæll Bjôrn Geir. Mig langar að spyrja þig um tæki sem á að mæla fæðuóþol, dyraofnæmi ofl.Tækið heitir Vega Test Expert. ( Bíó-Energitec ) Þetta tæki var þróað af þýskum lækni sem heitir Dr. Reinhold Voll. Homopatar ofl. nota þetta tæki og. er vinsælt að fara î svona mælingar. Takk fyrir fràbæra pistla.

Birna Birgisdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 1. sept. 2014

Björn Geir Leifsson

Sæl Ingimundur og Sigrún

Takk fyrir innlitið bæði tvö. Ég kannast við báðar þessar vörur. ASEA vatnið er bara venjulegt vatn með saltblöndu í af sama tagi og við notum til að gefa sjúklingum í æð. Ekkert er að marka fullyrðingar seljenda. Ég átti fyrir nokkru samtal við mann sem mig grunar að hafi verið að selja þetta ASEAvatn og varaði hann við því að hann væri að brjóta lög ef hann auglýsti það. Ég legg til að þú hafir samband við neytendastofu og fáir ráð um það hvernig þú getir lagt inn kæru hjá þeim og krafist endurgreiðslu á grundvelli laga þar sem varan er sannanlega "gölluð" eins og það heitir í lögunum. Á hreinni Íslensku heitir það að varan sé svikin. . Lesið þetta: http://www.sciencebasedmedicine.org/asea-another-expensive-way-to-buy-water/ Um Manna360 er það að segja að þar er um að ræða vöru frá enn einu fyrirtækinu sem selur mat og sælgæti undir fölsku yfirskini. Manna 360 púlverið á að koma í staðinn fyrir hollan mat og verka grennandi. Auglýsingarnar segja þér að þú getir drukkið þetta í staðinn fyrir að hafa fyrir því að laga hollan mat sjálf. Þetta er mjög hliðstætt Herbalife. Að sjálfsögðu er möguleiki að sá sem notar þetta léttist á meðan það er tekið inn en það er vegna þess að hann/hún hefur einfaldlega etið minna af hitaeiningum um tíma. Það endist enginn til að drekka svona púlversull lengi og miklu betra að taka í gegn hjá sér lífsstílinn varanlega með alvöru mat og láta það endast ævilangt. Þeir sem nota svona og svipaða púlverkúra til að grennast þyngjast alltaf aftur og oftast meira en áður. Ég ætti að vita það, vinn með of feitt fólk alla daga. Livesmart360 fyrirtækið selur líka sælgæti sem þeir kalla heilsusælgæti og auglýsa það gjarnan sem "súkkulaði með tilgang". Það inniheldur einhver sölt sem þeir ljúga til um að hafi bætandi áhrif og sé einkaleyfisvernduð frábær uppfinning og hvaðeina. Það er ekkert í þessu nema kannski einhver sölt eins og í ASEA vatninu. Á þann hátt eru þessar svikavörur hliðstæðar TIl að bíta höfuðið af skömminni nota þeir mjög ósvífna markaðsaðferð þar sem þeir gera út fólk sem þykist vera að skoða blóð í smásjá og sýna fórnarlambinu ímyndaða breytingu sem þeir segja vera mun fyrir og eftir neyslu Zorbmax360 vöru. Þannig telja þeir "sjúklingunum trú um að það geri kraftaverk. Um blóðskoðunarsvindlið sem tengist þessu 360-dæmi er fjallað hér: http://upplyst.org/svikalaekningar/mikroskopistar-og-smasjarskodun-a-ferskum-bloddropa/ Myndbandið sem þarna er vitnað til hafa þau tekið burt en netið gleymir engu ;) Samstarfshópur ýmiss konar sérfræðinga á heilbrigðissviði (upplyst.org) hefur fyrir alllöngu kært þessa Zorbmax sælgætissölumennsku sem eins konar prófmál um fæðubótarfals en neytendastofa hefur enn ekki klárað málið.

Björn Geir Leifsson, mán. 1. sept. 2014

Ingimundur Óskarsson

Asea vatn Sæll Björn Ég hef verið að glíma við alvarlega veikindi í 25 mánuði (4 stigs krabbamein í heila) og var bennt á að drekka vatn sem heitir Asea (sjá http://www.asea.net/). Ég drakk þetta í einn mánuð en mánaðarskammtur kostar 18 þús kr. og það er upphæð sem bítur þegar maður er búin að vera þetta lengi veikur og er með um 1/3 af fyrri tekjum. Ég þekki fólk sem hefur verið með einhverja kvilla, hefur ekki getað legið á annarri hliðinni og eitthvað svipað, þetta virðist vera að gera gagn fyrir þau. Ég hef ekki áttað mig á hvort þetta hafi gert eitthvað gagn fyrir mig en læknirinn minn skoðaði þetta aðeins og sá engar rannsóknir sem bentu til þess að þetta væri að gagnast í veikindum eins og ég er að berjast við. Konan mín keypti mánaðarskamt af þessu Berry sem þú talaðir um í einum pistli þínum, rándýrt og gerði hvorki henni né mér nokkurt gagn. kv. Ingimundur Óskarsson Akranesi.

ingimundur óskarsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 1. sept. 2014

Manna360 á www.go360star.com

Sæll Björn Geir. Góðir pistlarnir hjá þér. Ég er ein af þeim sem hafa verið að leita af hinum vinsæla draumi í dós við sltgigtinni, en ekki orðið ágengt. Hefur þú skoðað þessar vörur frá þessu fyrirtæki sem virðist vera að heilla þjóð okkar með þessu og hinu sem eigi að hjálpa okkur við hinum ýmsu kvillum og hjálpa okkur að léttast í leiðinni? Væri gaman að heyra þitt álit á þessu ef þú hefur áhuga og tíma til að skoða það. Með fyrirfram þökk og bestu kveðjur Sigrún Jóh.

Sigrún Jóhannsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 31. ágú. 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband