8.11.2011 | 20:23
Það er erfitt að spá... sérstaklega um framtíðina.
Er haft eftir Robert Storm-Pedersen heitnum.
Sérfræðikunnátta í kynlífi Murtunnar er auðvitað grundvallarþekking ef spá skal um framtíðarhorfur Evrunnar og Ísland á einmitt heimsins færasta spámann með þessa gáfu.
En það er annar leyndardómur að baki svona dásamlegri spádómsgáfu. Ráðgjafarnir!
Þeir trúa svo sannarlega á framtíðina í fyrirheitna sambandinu því hún veitir þeim ómælda vinnu þessa dagana.
Spámaðurinn okkar á marga ráðgjafa. Þar fer þó einn fremstur meðal jafningja.
Síðastliðinn vetur sat ég einu sinni sem oftar og beið í hægindastól í einni af fyrirmennastofum Kastrupflugvallar. Þar sem ég sat bak í bak við þá, komst ég ekki hjá því að heyra á tal Spámannsins og aðalráðgjafa hans drykklanga stund. Ráðgjafinn las úr prótókollum og skjölum og sagði Spámanninum allt um það hvað sneri upp og hvað niður á heiminum og hverjum augum best væri að líta á það alltsaman.
Hvort Spámaðurinn saug í sig mikið af ráðgjöfinni var ekki auðgreint en allmikið saug hann í sig af neftóbaki og fletti bók um laxveiði.
Ráðgjafarnir fá áreiðanlega góða umbun þegar erfiði þeirra ber árangur og við stígum inn um töfraspegilinn, inn í fyrirheitna sambandið því þar bíða enn meiri verkefni við reglugerðir og ráðsmennsku allskonar.
Hvort það megi halla sér á fundum í Evrópuráðinu veit ég ekki en mér skilst að þar megi sjúga í sig tóbak, bara ef það er þurrt. Sums staðar má það jafnvel vera blautt en um það allt má lesa hér í hinu aðgengilega lagasafni fyrirheitna sambandsins. Í þessum hluta þess hefur reyndar gleymst að minnast sérstaklega á neftóbak en úr því ætlar Spámaðurinn að bæta þegar hann hefur tekið við verðlaununum fyrir að vera sá eini sem trúði á Evruna áður en Ísland gekk inn í fyrirheitna sambandið. Ráðgjafarnir fá svo að íslenska þetta allt saman þegar þar að kemur.
Evran sterkari fyrir vikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.