Hörmuleg opinberun á vanhæfni þjóðhöfðingja.

Ögmundur innanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun að yfirlögðu ráði, byggða á skýrum lagaákvæðum og einfaldlega rétta út frá gefnum forsendum. Hann hafði engar forsendur til þess að veita undanþágu frá landslögum, afbrigði frá anda og tilgangi laganna. Fégráðugir landeigendur og hagsmunaaðilar með glýjur í augum missa þvag af vandlætingu.

Jóhanna Sigurðardóttir á auðvitað að styðja þessa ákvörðun ráðherra síns og halda kjafti um sína persónulegu skoðun.
Það má alltaf athuga aðra möguleika á að þessi milljarder eyði peningunum sínum á Íslandi en sú leið sem hann bað um gengur ekki.
Því miður lýsir þetta bara því hversu lítið vit þessi manneskja hefur á því sem hún er að fást við. Hún er einfaldlega að opinbera vanhæfni sína sem stjórnandi og leiðtogi þjóðar.
Ekkert minna.


mbl.is Harmar ákvörðun Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú, en það var nú þjóðin sem kaus þetta yfir sig. Það var rétt hjá Ögmundi að hafna þessum kaupum, en hann vill ganga lengra og jafnvel loka landinu fyrir erlenda fjárfesta, sem er óhuggulegt og sýnir hversu skammsýnir vinstri sinnar eru í pólutík.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 22:21

2 Smámynd: K.H.S.

Þetta var bara rétt gert. Raunverulega ekkert mál. Ráðherra fer að lögum.

Forsætisráðherrann fúskar að venju. Hvernig er hægt fyrir þjóð, þó lítil sé að hafa annan eins kunnáttulausan afglapa fyrir forsætisráðherra.

Hún þóttist þess megnug að víkja Davíð úr sæti Seðlabankastjóra og gaf að sök ranga stefnu , en setti í staðinn manninn sem Alþingi hafði falið að móta stefnu Seðlabankanns sem Davíð bar að fylgja. Enda varð engin breiting ágjörðum bankans.

K.H.S., 26.11.2011 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband