Það er nú meira hvað peningaþráin blindar fólk.

Af hverju leigja þeir ekki sjálfir herra Huang land undir hótel og tilheyrandi og hætta að rausa um málaferli sem aldrei koma að vinnast og draumóra um sölu á afskekktu hálendi til ríkra útlendinga.

Varðandi fordæmin þá segi ég bara: þó að mistök hafi verið gerð fyrr réttlætir ekki að þau séu endurtekin. 

Mig langaði mest til að skrifa: "Að þeir skuli ekki skammast sín!" en áttaði mig svo á að þessu fólki er ekki sjálfrátt. Það hefur blindast af græðgi. Situr á landareign sem það vill losna við og hélt sig hafa dottið í lottópottinn. Kannski sér það ljósið seinna?

En af hverju ættu þessir sex vonsviknu landeigendur að þurfa að vera að þessu væli? Ef þessi viðskiptahugmynd sem herra Huang segist hafa er svona góð þá ættu þeir ekki að vera í minnstu vandræðum með að finna ennþá traustari fjárfesta en mjúkmálga Kínverjann. 

Reynslan af slíkum er reyndar arfaslæm. Spyrjið bara Svíana sem eru nú að hreinsa upp eftir tvo slíka sem fengu að kaupa land gegn ævintýralegum áformum um ferða- og kaupmennskubætandi stórframkvæmdir. Það eina sem reyndist ævintyralegt að leikslokum voru reikningarnir til skattgreiðenda fyrir að hreinsa upp eftir mistökin.

Því miður er sjálf heimildarmyndin hætt að vera aðgengileg á vefnum hjá sænska ríkissjónvarpinu en hér má sjá frásögn: http://svt.se/2.122744/1.2151468/kineserna_kommer

Meira um þetta ömurlega dæmi: http://www.byggvarlden.se/nyheter/byggprojekt/article88422.ece

Hér er wikipedia grein um Dragon Gate i Gävle, Svíþjóð (annað skelfilegt dæmi um samskonar mistök): http://sv.wikipedia.org/wiki/Dragon_Gate

Og Wikipedia grein um floppið í Kalmar: http://sv.wikipedia.org/wiki/China_Europe_Business_%26_Exhibition_Center

Í báðum þessum tilvikum er tekið til þess hvað kínverjarnir voru heillandi, sjarmerandi og allt það. Minnir vel á herra Huang. 

Fleiri áþekk dæmi hef ég rekist á við leit á netinu, m.a. frá Ungverjalandi, Póllandi og Dubai. Nenni ekki að safna meiru hér enda ættu þessi dæmi að nægja til að veikja verulega traust á sjarmerandi Kínverjum með fulla vasa fjár.

 Eða svo maður vitni í Einstein gamla: "Insanity: doing the same thing over and over again and expecting different results"  

Við þurfum ekki að endurtaka tilraunina, hún misheppnaðist a.m.k. tvisvar í Svíþjóð. 

 

En...

Það er svo annað mál að velta fyrir sér hvernig kaupin hafa gerst á Kínversku "eyrinni". Hvað skyldi nú vera á bak við alla þessa tungulipru kínverja sem fara um vesturlönd og kaupa upp eignir og sér í lagi landnæði. Hefur enginn velt fyrir sér hvort mjölið í þeim pokahornum gæti verið litað af svita, blóði og tárum illa launaðra þræla í kínverskum verksmiðjum sem framleiða glingur og drasl sem selt er fyrir dollara. Þessir dollarar safnast í óheyrilegu magni á fáar hendur í Kína og einhvern vegin virðist stíllinn vera að láta svona sjarmerandi og flotta gæja fara fyrir fjármagningu. Meira að segja fyrrverandi starfsmenn ríkisins.

Er ekki eitthvað dularfullt og óaðlaðandi við þessa hugsun?


mbl.is „Þessi stjórnsýsla er með ólíkindum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér! Takk fyrir slóðirnar. Áhugaverðar staðreyndir.

anna (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 23:33

2 identicon

Frábær rök hjá þér. Með þessum rökum ertu að segja mér að allir læknar á landinu séu ekki starfi sínu vaxnir. Því ég hef lennt í og veit um nokkra tugi læknamistaka. Með þessum rökum þínum eru líklega allir læknar fúskarar er það ekki?

Ómar Már (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 23:53

3 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Góður, en þú gleymdir hóruhúsum og nuddstofum og kínahverfinu í Rotterdam,

Ef núp oglétt hafi verið alvara hefði hann sótt um land við litla byggðakjarna t.d. Búðardal stækkað golfvöllinn byggt hótel í útjaðri þorpsins og fl. fallegt.

Þá hefðu dalamenn sungið þegar ég kem heim í Búðardal.

Bernharð Hjaltalín, 29.11.2011 kl. 05:07

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Margt merkilegt þarna inni hjá þér og einhver víti til að varast.. Greinilega.. En við skulum ekki kasta steinum úr glerhúsi.. Varðandi þrælabúðir og ágóða af þeim.. Sennilega er annað hvert raftæki sem við öll notum daglega framleiddur í Kína.. og við kaupum mað bros á vör "því að þetta kostar sama og ekki neitt"  Ipad.. sem á að vera jólagjöfin í ár er framleiddur í Kína.. tölvuíhlutir, símar og svona mætti lengi telja..

Við erum því ekki alsaklaus þegar kemur að neysluhyggjunni og dollurum í Kína...

Og svona í restina.. það hefði nú ekki kosta Ögga neitt að spjalla aðeins við manninn....

Eiður Ragnarsson, 29.11.2011 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband