"Skattaskellir", nýjasti jólasveinninn...

... ætlar að skella svo mörgum sköttum á svo hjól atvinnulífsins í núverandi mynd stöðvist og gera megi heimilisiðnaðinn aftur að aðal atvinnugrein Íslendinga.
Helsta útflutningsvaran í sæluríki framtíðarinnar verður vaðmál og vettlingar eins og á blómatíma íslensks sjálfbærnibúskapar.

Ef einhver spyr hvað verði um fiskiðnaðinn, þá verður hann jú í umsjón EB sem sér um að fiska hann og verka erlendis þar sem vantar svo mikið vinnutækifæri. Þeir Íslendingar sem ekki vinna í sveitunum eða hafa gáfur í að verða EB-starfsmenn og vinna við að þýða reglugerðir á íslensku, þeir verða hvort eð er farnir úr landi.
Það litla rafmagn sem leyft verður að nota, skal framleitt í vindmyllum (ósýnilegum að sjálfsögðu).
Vatnsaflsvirkjununum voðalegu verður mokað burt og fossarnir færðir aftur í fyrra horf svo fótgangandi ferðamenn geti notið þeirra án þess að sjá nokkurs staðar annað en óspillta náttúru.

Ojæja...


mbl.is Kolefnisskattur veldur uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband