Það er ekki erfitt að hafa fé af fólki og það meira að segja löglega.

Það er ekki erfitt að hafa fé af fólki. Og það fullkomlega löglega.

Meira að segja apótekin taka þátt í þess konar svikastarfsemi.

Megrunarmixtúran í fréttinni innihélt víst eitthvað smáræðí af hormóni og var því hægt að stöðva svindlið en í eftirfarandi tveimur nærtæku dæmum inniheldur varan ekki neitt!! nema saklaus og óvirk efni og því fullkomlega löglegt að selja það undir varkárum yfirlýsingum um hugsanlegt ágæti. 

Í einu apótekanna  í Reykjavík sá ég stóran rekka með hómópatíumeðulum sem haldið er fram að hjálpi við allt milli himins og jarðar.

Það vita allir sme vilja kynna sér það að í þeim er ekkert nema vatn eða sykur. En þeir sem græða á

Plastbönd 2

 vitleysunni halda því einmitt fram að það tryggi verkun þeirra!! Auðtrúa fólk fer meira að segja í dýrt og langt nám til þess að læra að blanda þessi ekki-meðul og trúa á þetta eins og páfinn á ritninguna. Það að þessi vitleysa hefur verið til síðan hálfklikkaður maður ímyndaði sér þetta fyrir nokkur hundruð árum gerir málið ekki trúverðugra.

 

PlastböndAnnað apótek hér í bæ selur svokölluð Jóna-armbönd úr mjúku plasti sem sögð eru GETA aukið jákvæða eiginleika hjá þeim sem það setja á sig. Orðalagið í auglýsingunum er listilega fram sett svo það fangi grandvaralaust fólk en haldi engu fram sem hægt er með góðu móti að hrekja.

Þar er því haldið fram að þau innihaldi einhvers konar jónir sem EIGA AÐ GETA haft jákvæð áhrif og gefið i skyn að jafnvel myndin á armbandinu taki þátt í "kannski-kraftaverkinu". Það þarf varla stúdentspróf til að sjá gegnum vitleysuna í þessu en það sorglega og alvarlega er að fólk sem á bágt er að eyða aurunum sínum í loddarana sem selja þetta. Ég hef séð krabbameinssjúklinga og örkumla fólk bera þetta!.

Einnig er stóralvarlegt að stétt lyfsala, sem eiga að heita menntað fólk láti bendla sig við nokkuð sem með réttu ætti að kallast kukl og svik.

Plastbönd 1Myndirnar hérna eru teknar nýlega í apóteki í Kringlunni.

Á einni þeirra sést hvernig loddararnir nota annað vörumerki til þess að plata fólk til þess að kaupa vöruna. Þeir "húkka sér far" hreinlega.

Þeir hafa merkt draslið með enkennislit og merki söfnunarherferðarinnar fyrir baráttunni gegn brjóstakrabba og halda því væntanlega fram að einhverjar krónur renni til þess góða málefnis. Væri fróðlegt að vita um efndirnar í því.

 

 

 

Ég segi nú bara: ef ykkur er illa við krónurnar ykkar, endilega kaupið þetta ónýti og hjálpið óprúttnum loddurum að lifa góðu lífi. 

 


mbl.is Megrunarmixtúra bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband