Héldu Þingeyingar að þeir yrðu ríkir á Huang?

Reynslan , janfvel sú íslenska, sýnir að þegar kínverjar taka eitthvað að sér þá gera þeir það upp á kínversku. Ekkert merkilegt, enginn þjóðernisrembingur eða kynþáttafordómar í þeirri staðreynd.
Lítið tilbaka og rifjið upp framkvæmdir við Kárahnjúka og Hörpu. Kínverjarnir tóku hingað sinn vinnukraft og fóru með hann heim aftur.
Dæmin, sérstaklega í Afríku, sýna að Kínverjarnir gera þetta alls staðar þar sem þeir "fjárfesta". Þeir bæta litlu sem engu við atvinnutækifæri eða innkomu heimamanna. Þeir mynda sinar eigin nýlendur. Þeir taka flest sín aðföng að heiman og flytja inn sinn eigin vinnukraft til allra verka.
Ef Sigmundur Ernir og Aðalsteinn Árni héldu að þeir myndu fá gott starf hjá Huang þá eru þeir frekar bláeygir blessaðir.

Huang getur vel komið að fjárfestingum og atvinnusköpun í títtnefndum fjórðungi en það þarf ekki að selja honum 300 ferkílómetra af landi til þess. Allra síst til ævarandi eignar.
Hvernig ætlaði maðurinn að reka golfvöll þarna? Kannski innanhúss eins og skíðabrekkurnar í Dubai? Það viðrar víst ekki til golfiðkunnar stærri hluta ársins þarna fyrir norðan, nema menn hafi fundið upp nýja aðferð? Og starfsfólkið á þessum hótelum og skemmtigörðum? Haldið þið að íslendingar verði fengnir til að uppvakta kinverska túrista á einkajörð herra Huang?

Ef ég færi með nokkra milljarða til Kína og falaðist eftir landi þá yrði mér boðin langtímaleiga á landi, ekkert meira. Og sú leiga yrði bundin mörgum skilyrðum um tilhögun starfseminnar.
Látum sama gilda um þá sem vilja koma hingað og fjárfesta hér.

Við sjáum nú þegar hvernig fór fyrir austan þar sem Svisslenskur auðmaður er búinn að kaupa upp heilan dal. Nú fá Íslendingar ekki að fara þar um. Einmitt vegna svona hegðunar hafa Danir lokað á fasteignakaup útlendinga!Meira að segja Íslendingar geta ekki keypt fasteign í Danmörku lengur. Haldið þið að Danir séu hamingjusamir yfir ágangi ríkra Þjóðverja sem komu með milljarða og keyptu upp bestu lóðirnar? Ekki aldeilis. Það varð bara til þess að Dönunum sjálfum var úthýst úr eigin náttúru.

Fyrir nokkrum vikum var ég á heimleið einu sinni sem oftar með Flugleiðavél. Tók eftir því að fyrirmennafarrýmið var fullt af kátum kínverjum og nokkrir íslenskir steggir með þeim sem réðu sér vart af stolti. Daginn eftir var frétt í fjölmiðlum um að kínversk "Sendinefnd" væri í heimsókn til þess að skoða íslenska fasteignamarkaðinn. O-Jésús-Jesús!! Þarna voru sem sagt á ferð fasteignasalar sem fóru og sóttu erlenda peningamenn til að reyna að selja þeim fasteignir og jarðir.
Afleiðingarnar af því að leyfa slíkar fjárfestingar verða þær einar að "venjulegir" Íslendingar koma ekki til með að geta eignast land eða áhugaverðar fasteignir.
Er það það sem "sveitavargurinn" vill?

Nei, herðum frekar lög um fjárfestingar útlendinga í fasteignum og landi, rétt eins og nágrannaþjóðir okkar gera.
Setjum líka lög um umgengnisrétt almennings um landið eins og Svíar þar sem "almannarétturinn" bannar landeigendum að loka landinu eins og Svisslendingurinn í Mýrdalnum er sagður gera.

Menn tala um að allir hafi það svo skítt á Íslandi og allt sé á vonarvöl.
Gleymið því ekki að á heimsmælikvarða er Ísland eitt það ríkasta! Við erum að rétta okkur upp úr kreppunni hraðar en flestir aðrir og getum vel staðið á eigin fótum.
Hagsæld Þingeyinga, hvað þá þjóðarinnar stendur ekki og fellur með því að selja Huang þetta land.


mbl.is Kinnhestur frá Ögmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Algjorlega sammala.....

Eyþór Örn Óskarsson, 25.11.2011 kl. 23:57

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Það er einmitt málið, Björn Geir.

Kristinn Snævar Jónsson, 26.11.2011 kl. 00:26

3 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Hér eru tvö nærtæk dæmi um svipaðar fjárfestingar kínverskra auðmanna:

http://sv.wikipedia.org/wiki/Dragon_Gate

http://sv.wikipedia.org/wiki/China_Europe_Business_%26_Exhibition_Center

Báðar skelfilega misheppnaðar

Björn Geir Leifsson, 26.11.2011 kl. 09:30

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Grímstaðir eru nú þegar í einkaeigu hvorki ég né þú mega ganga þar um núna.

Það breytist ekkert með þjóðerninu.

Svo nefnir þú einhver Svisslending sem bannar umferð. Ég veit ekki betur að Íslenskir landeigendur vilja ekki sjá óviðkomandi umferð á sínu landi.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.11.2011 kl. 10:58

5 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Læt þetta standa þó það sé nafnlaust og bæti engu í umræðuna. Eingöngu til að benda á fánýti þess að blaðra svona.

Bendi aðilanum á bak við dulnefnið "Sleggjan eitthvað" að temja sér að lesa betur það sem skrifað er og kynna sér málið áður en leggur á ritvöllinn.

Björn Geir Leifsson, 26.11.2011 kl. 16:44

6 Smámynd: K.H.S.

Þú nefnir hér málarann frá Sviss sem allir dáðu á sínum tíma, fyrir að koma til útklakans. dýrka hann og dá. Taka við á, lokaðri af klíku auðmanna og ætla að gera að almannagjá. Síðan eru tugir ára og bara hann og hans klíka veiða þar og fara um. Búinn að bæta við sig flestum jörrðum sem vit er í að eiga auk vatnsins fagra. Það er síðan rannsóknarefni hvernig sveitarstjórnarmenn í Mýrdalnum hafa hagað sér og má þar nefna vanefndir og svik við gefanda jarðarinnar Dyrhóla.

K.H.S., 26.11.2011 kl. 20:38

7 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Kári: Það mætti nú einhver skoða og skrifa þá sögu. Hef reynt að afla mér staðgóðra upplýsinga um þetta en það er lítið að hafa.

Björn Geir Leifsson, 27.11.2011 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband