Ætli þau sleppi við Auðlegðarskattinn?

Happdrættisvinningar og þar með talið Víkingalottóið eru að nafninu til skattfrjálsir. Ég geri ráð fyrir að fjölskylda í Mosfellsbænum eigi einhverjar eignir og þegar þessi frábæra upphæð leggst við þær að frádregnum skuldum fjölskyldunnar, þá verður væntanlega skuldlaus eign þeirra vel á annað hundrað  milljónir.

Þá á samkvæmt skattalögum velferðarstjórnarinnar að taka af þeim allverulega upphæð í Auðlegðarskatt 

Ætli það verði ekki vel á aðra miljón ef maður reiknar lauslega og gerir ráð fyrir að þau séu ekki alveg á heljarþröm fyrir.

 

Auðlegðarskatturinn íslenski er einstakur í heiminum. Hvergi annarstaðar er svona skattur lagður á án tilltis til þess hvort einhverjar tekjur séu til staðar.

Hér eru líka auðlegðarskattleysismörkin margfallt lægri en annars staðar.

Ég þekki til nokkrurra aðila sem eiga eignir og eru tekjulausir. Þau þeirra sem hafa tök á því eru löngu flutt úr landi en önnur klípa 1,5% til 2% af eignunum á hverju ári í skatt af fjármunum sem þegar hafa verið skattlagðir þegar þeirra var aflað. Lögfróðir telja þetta klárlega brot á eignarréttarákvæðum* Stjórnarskrárinnar en ennþá hefur enginn treyst sér til að fara í mál vegna þessarar eignaupptöku. 

 

*Núgildandi Stjórnarskrá:

72.gr "Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. [undirstrikun mín] Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi. "

 Skýrara verður það varla. 


mbl.is Vinningshafinn í dásamlegu losti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þessi skattur er augljóslega ólöglegur. Því miður er svo komið fyrir íslendingum að margir skammast sín fyrir að hafa unnið og safnað verðmætum. Það skýrir sennilega þá staðreynd að enginn hefur ennþá stefnt ríkinu.

Á íslandi er núna í tísku að vera með allt skuldsett í botn og eyða tímanum í að væla um að þurfa að greiða peningana sem fengnir voru að láni tilbaka. Verðtrygging, sem tryggir að sá sem lánaði fái fé sitt tilbaka óháð verðbólgu þykir til dæmis vera til mikillar óþurftar.

Það þyrfti einhver öflugur hópur að taka sig saman um að stefna ríkinu og krefjast þess að fá verðmætin sem stolið hefur verið af þeim tilbaka auk hárra vaxta.  Þeir sem bera ábyrgð á glæpnum ættu síðan að fá viðeigandi refsingu.

Hörður Þórðarson, 8.2.2013 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband