Færsluflokkur: Bloggar
8.2.2013 | 17:53
Ætli þau sleppi við Auðlegðarskattinn?
Happdrættisvinningar og þar með talið Víkingalottóið eru að nafninu til skattfrjálsir. Ég geri ráð fyrir að fjölskylda í Mosfellsbænum eigi einhverjar eignir og þegar þessi frábæra upphæð leggst við þær að frádregnum skuldum fjölskyldunnar, þá verður væntanlega skuldlaus eign þeirra vel á annað hundrað milljónir.
Þá á samkvæmt skattalögum velferðarstjórnarinnar að taka af þeim allverulega upphæð í Auðlegðarskatt
Ætli það verði ekki vel á aðra miljón ef maður reiknar lauslega og gerir ráð fyrir að þau séu ekki alveg á heljarþröm fyrir.
Auðlegðarskatturinn íslenski er einstakur í heiminum. Hvergi annarstaðar er svona skattur lagður á án tilltis til þess hvort einhverjar tekjur séu til staðar.
Hér eru líka auðlegðarskattleysismörkin margfallt lægri en annars staðar.
Ég þekki til nokkrurra aðila sem eiga eignir og eru tekjulausir. Þau þeirra sem hafa tök á því eru löngu flutt úr landi en önnur klípa 1,5% til 2% af eignunum á hverju ári í skatt af fjármunum sem þegar hafa verið skattlagðir þegar þeirra var aflað. Lögfróðir telja þetta klárlega brot á eignarréttarákvæðum* Stjórnarskrárinnar en ennþá hefur enginn treyst sér til að fara í mál vegna þessarar eignaupptöku.
72.gr "Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. [undirstrikun mín] Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi. "
Skýrara verður það varla.
Vinningshafinn í dásamlegu losti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2012 | 20:59
Hvað er líkt með korktrekkjara og kjörnum manni á þing?
Að komast alltaf lengra og lengra um leið og hann snýst í hring.
Þessi fleygu orð Sveins Bergsveinssonar kennara (1907 - 1988) rifjuðust upp við að horfa á þetta viðtal við Fröken Frekju.
Skoða frávísun á frávísun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2012 | 12:59
Endurlífgun og fyrstu hjálp inn í námsskrá!!
Ég hef aldrei skilið af hverju Endurlífgun og fyrsta hjálp eru ekki skyldugreinar í skólunum.
Skora á Landlækni að ganga í málið og koma því til leiðar að regluleg kennsla í þessu sé í tíunda bekk og aftur í menntaskóla, t.d. á þriðja ári.
Endurlífgun er mjög einfalt að læra en það er skilyrði þess að geta brugðist rétt og vel við. Tekur ekki mikinn tíma frá öðru námi. Mætti til dæmis taka eitthvað af tímanum sem fer í fagurbókmenntir og annað óskilvirkt ítroðsluefni.
Það þarf að æfa þetta endurtekið með reglulegu millibili til að styrkja kunnáttuna og það er þess vegna sem ég legg til að það verði bæði í grunn og menntskóla og jafnvel upprifjunardagur í háskólunum líka.
Þetta sem lýst er í fréttinni er ekkert einskorðað við Bretland. Þetta er það sem nú er kennt um allan heim og allir geta lært.
Bretarnir eru bara sniðugir að koma því á framfæri.
Kröftugt hjartahnoð í stað munn við munn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2011 | 01:27
Það er ekki erfitt að hafa fé af fólki og það meira að segja löglega.
Það er ekki erfitt að hafa fé af fólki. Og það fullkomlega löglega.
Meira að segja apótekin taka þátt í þess konar svikastarfsemi.
Megrunarmixtúran í fréttinni innihélt víst eitthvað smáræðí af hormóni og var því hægt að stöðva svindlið en í eftirfarandi tveimur nærtæku dæmum inniheldur varan ekki neitt!! nema saklaus og óvirk efni og því fullkomlega löglegt að selja það undir varkárum yfirlýsingum um hugsanlegt ágæti.
Í einu apótekanna í Reykjavík sá ég stóran rekka með hómópatíumeðulum sem haldið er fram að hjálpi við allt milli himins og jarðar.
Það vita allir sme vilja kynna sér það að í þeim er ekkert nema vatn eða sykur. En þeir sem græða á
vitleysunni halda því einmitt fram að það tryggi verkun þeirra!! Auðtrúa fólk fer meira að segja í dýrt og langt nám til þess að læra að blanda þessi ekki-meðul og trúa á þetta eins og páfinn á ritninguna. Það að þessi vitleysa hefur verið til síðan hálfklikkaður maður ímyndaði sér þetta fyrir nokkur hundruð árum gerir málið ekki trúverðugra.
Annað apótek hér í bæ selur svokölluð Jóna-armbönd úr mjúku plasti sem sögð eru GETA aukið jákvæða eiginleika hjá þeim sem það setja á sig. Orðalagið í auglýsingunum er listilega fram sett svo það fangi grandvaralaust fólk en haldi engu fram sem hægt er með góðu móti að hrekja.
Þar er því haldið fram að þau innihaldi einhvers konar jónir sem EIGA AÐ GETA haft jákvæð áhrif og gefið i skyn að jafnvel myndin á armbandinu taki þátt í "kannski-kraftaverkinu". Það þarf varla stúdentspróf til að sjá gegnum vitleysuna í þessu en það sorglega og alvarlega er að fólk sem á bágt er að eyða aurunum sínum í loddarana sem selja þetta. Ég hef séð krabbameinssjúklinga og örkumla fólk bera þetta!.
Einnig er stóralvarlegt að stétt lyfsala, sem eiga að heita menntað fólk láti bendla sig við nokkuð sem með réttu ætti að kallast kukl og svik.
Myndirnar hérna eru teknar nýlega í apóteki í Kringlunni.
Á einni þeirra sést hvernig loddararnir nota annað vörumerki til þess að plata fólk til þess að kaupa vöruna. Þeir "húkka sér far" hreinlega.
Þeir hafa merkt draslið með enkennislit og merki söfnunarherferðarinnar fyrir baráttunni gegn brjóstakrabba og halda því væntanlega fram að einhverjar krónur renni til þess góða málefnis. Væri fróðlegt að vita um efndirnar í því.
Ég segi nú bara: ef ykkur er illa við krónurnar ykkar, endilega kaupið þetta ónýti og hjálpið óprúttnum loddurum að lifa góðu lífi.
Megrunarmixtúra bönnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2011 | 22:17
Nú skil ég betur örvæntingu Grímstaðaeigenda
Hinir sex vonsviknu landeigendur sem þrá það heitast að selja þennan blett þurfa væntanlega að borga drjúgan auðlegðarskatt af paradísinni. Það er væntanlega enginn vinnandi vegur að hafa þá innkomu af þessu landi sem metið er á 800 milljónir. og enn verra verður það þegar Skattaskellir skellir skattinum í heil 2 prósent og slær með því sitt fyrra heimsmet.
Eða kannski skiptist þetta þannig að hver og einn sleppur með sinn hluta??
Auðmenn flýja auðlegðarskattinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2011 | 22:27
Það er nú meira hvað peningaþráin blindar fólk.
Af hverju leigja þeir ekki sjálfir herra Huang land undir hótel og tilheyrandi og hætta að rausa um málaferli sem aldrei koma að vinnast og draumóra um sölu á afskekktu hálendi til ríkra útlendinga.
Varðandi fordæmin þá segi ég bara: þó að mistök hafi verið gerð fyrr réttlætir ekki að þau séu endurtekin.
Mig langaði mest til að skrifa: "Að þeir skuli ekki skammast sín!" en áttaði mig svo á að þessu fólki er ekki sjálfrátt. Það hefur blindast af græðgi. Situr á landareign sem það vill losna við og hélt sig hafa dottið í lottópottinn. Kannski sér það ljósið seinna?
En af hverju ættu þessir sex vonsviknu landeigendur að þurfa að vera að þessu væli? Ef þessi viðskiptahugmynd sem herra Huang segist hafa er svona góð þá ættu þeir ekki að vera í minnstu vandræðum með að finna ennþá traustari fjárfesta en mjúkmálga Kínverjann.
Reynslan af slíkum er reyndar arfaslæm. Spyrjið bara Svíana sem eru nú að hreinsa upp eftir tvo slíka sem fengu að kaupa land gegn ævintýralegum áformum um ferða- og kaupmennskubætandi stórframkvæmdir. Það eina sem reyndist ævintyralegt að leikslokum voru reikningarnir til skattgreiðenda fyrir að hreinsa upp eftir mistökin.
Því miður er sjálf heimildarmyndin hætt að vera aðgengileg á vefnum hjá sænska ríkissjónvarpinu en hér má sjá frásögn: http://svt.se/2.122744/1.2151468/kineserna_kommer
Meira um þetta ömurlega dæmi: http://www.byggvarlden.se/nyheter/byggprojekt/article88422.ece
Hér er wikipedia grein um Dragon Gate i Gävle, Svíþjóð (annað skelfilegt dæmi um samskonar mistök): http://sv.wikipedia.org/wiki/Dragon_Gate
Og Wikipedia grein um floppið í Kalmar: http://sv.wikipedia.org/wiki/China_Europe_Business_%26_Exhibition_Center
Í báðum þessum tilvikum er tekið til þess hvað kínverjarnir voru heillandi, sjarmerandi og allt það. Minnir vel á herra Huang.
Fleiri áþekk dæmi hef ég rekist á við leit á netinu, m.a. frá Ungverjalandi, Póllandi og Dubai. Nenni ekki að safna meiru hér enda ættu þessi dæmi að nægja til að veikja verulega traust á sjarmerandi Kínverjum með fulla vasa fjár.
Eða svo maður vitni í Einstein gamla: "Insanity: doing the same thing over and over again and expecting different results"
Við þurfum ekki að endurtaka tilraunina, hún misheppnaðist a.m.k. tvisvar í Svíþjóð.
En...
Það er svo annað mál að velta fyrir sér hvernig kaupin hafa gerst á Kínversku "eyrinni". Hvað skyldi nú vera á bak við alla þessa tungulipru kínverja sem fara um vesturlönd og kaupa upp eignir og sér í lagi landnæði. Hefur enginn velt fyrir sér hvort mjölið í þeim pokahornum gæti verið litað af svita, blóði og tárum illa launaðra þræla í kínverskum verksmiðjum sem framleiða glingur og drasl sem selt er fyrir dollara. Þessir dollarar safnast í óheyrilegu magni á fáar hendur í Kína og einhvern vegin virðist stíllinn vera að láta svona sjarmerandi og flotta gæja fara fyrir fjármagningu. Meira að segja fyrrverandi starfsmenn ríkisins.
Er ekki eitthvað dularfullt og óaðlaðandi við þessa hugsun?
Þessi stjórnsýsla er með ólíkindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.11.2011 | 23:19
Héldu Þingeyingar að þeir yrðu ríkir á Huang?
Reynslan , janfvel sú íslenska, sýnir að þegar kínverjar taka eitthvað að sér þá gera þeir það upp á kínversku. Ekkert merkilegt, enginn þjóðernisrembingur eða kynþáttafordómar í þeirri staðreynd.
Lítið tilbaka og rifjið upp framkvæmdir við Kárahnjúka og Hörpu. Kínverjarnir tóku hingað sinn vinnukraft og fóru með hann heim aftur.
Dæmin, sérstaklega í Afríku, sýna að Kínverjarnir gera þetta alls staðar þar sem þeir "fjárfesta". Þeir bæta litlu sem engu við atvinnutækifæri eða innkomu heimamanna. Þeir mynda sinar eigin nýlendur. Þeir taka flest sín aðföng að heiman og flytja inn sinn eigin vinnukraft til allra verka.
Ef Sigmundur Ernir og Aðalsteinn Árni héldu að þeir myndu fá gott starf hjá Huang þá eru þeir frekar bláeygir blessaðir.
Huang getur vel komið að fjárfestingum og atvinnusköpun í títtnefndum fjórðungi en það þarf ekki að selja honum 300 ferkílómetra af landi til þess. Allra síst til ævarandi eignar.
Hvernig ætlaði maðurinn að reka golfvöll þarna? Kannski innanhúss eins og skíðabrekkurnar í Dubai? Það viðrar víst ekki til golfiðkunnar stærri hluta ársins þarna fyrir norðan, nema menn hafi fundið upp nýja aðferð? Og starfsfólkið á þessum hótelum og skemmtigörðum? Haldið þið að íslendingar verði fengnir til að uppvakta kinverska túrista á einkajörð herra Huang?
Ef ég færi með nokkra milljarða til Kína og falaðist eftir landi þá yrði mér boðin langtímaleiga á landi, ekkert meira. Og sú leiga yrði bundin mörgum skilyrðum um tilhögun starfseminnar.
Látum sama gilda um þá sem vilja koma hingað og fjárfesta hér.
Við sjáum nú þegar hvernig fór fyrir austan þar sem Svisslenskur auðmaður er búinn að kaupa upp heilan dal. Nú fá Íslendingar ekki að fara þar um. Einmitt vegna svona hegðunar hafa Danir lokað á fasteignakaup útlendinga!Meira að segja Íslendingar geta ekki keypt fasteign í Danmörku lengur. Haldið þið að Danir séu hamingjusamir yfir ágangi ríkra Þjóðverja sem komu með milljarða og keyptu upp bestu lóðirnar? Ekki aldeilis. Það varð bara til þess að Dönunum sjálfum var úthýst úr eigin náttúru.
Fyrir nokkrum vikum var ég á heimleið einu sinni sem oftar með Flugleiðavél. Tók eftir því að fyrirmennafarrýmið var fullt af kátum kínverjum og nokkrir íslenskir steggir með þeim sem réðu sér vart af stolti. Daginn eftir var frétt í fjölmiðlum um að kínversk "Sendinefnd" væri í heimsókn til þess að skoða íslenska fasteignamarkaðinn. O-Jésús-Jesús!! Þarna voru sem sagt á ferð fasteignasalar sem fóru og sóttu erlenda peningamenn til að reyna að selja þeim fasteignir og jarðir.
Afleiðingarnar af því að leyfa slíkar fjárfestingar verða þær einar að "venjulegir" Íslendingar koma ekki til með að geta eignast land eða áhugaverðar fasteignir.
Er það það sem "sveitavargurinn" vill?
Nei, herðum frekar lög um fjárfestingar útlendinga í fasteignum og landi, rétt eins og nágrannaþjóðir okkar gera.
Setjum líka lög um umgengnisrétt almennings um landið eins og Svíar þar sem "almannarétturinn" bannar landeigendum að loka landinu eins og Svisslendingurinn í Mýrdalnum er sagður gera.
Menn tala um að allir hafi það svo skítt á Íslandi og allt sé á vonarvöl.
Gleymið því ekki að á heimsmælikvarða er Ísland eitt það ríkasta! Við erum að rétta okkur upp úr kreppunni hraðar en flestir aðrir og getum vel staðið á eigin fótum.
Hagsæld Þingeyinga, hvað þá þjóðarinnar stendur ekki og fellur með því að selja Huang þetta land.
Kinnhestur frá Ögmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.11.2011 | 22:06
Hörmuleg opinberun á vanhæfni þjóðhöfðingja.
Ögmundur innanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun að yfirlögðu ráði, byggða á skýrum lagaákvæðum og einfaldlega rétta út frá gefnum forsendum. Hann hafði engar forsendur til þess að veita undanþágu frá landslögum, afbrigði frá anda og tilgangi laganna. Fégráðugir landeigendur og hagsmunaaðilar með glýjur í augum missa þvag af vandlætingu.
Jóhanna Sigurðardóttir á auðvitað að styðja þessa ákvörðun ráðherra síns og halda kjafti um sína persónulegu skoðun.
Það má alltaf athuga aðra möguleika á að þessi milljarder eyði peningunum sínum á Íslandi en sú leið sem hann bað um gengur ekki.
Því miður lýsir þetta bara því hversu lítið vit þessi manneskja hefur á því sem hún er að fást við. Hún er einfaldlega að opinbera vanhæfni sína sem stjórnandi og leiðtogi þjóðar.
Ekkert minna.
Harmar ákvörðun Ögmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2011 | 16:01
Rétt ákvörðun!
Beiðni Huangs synjað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2011 | 14:59
"Skattaskellir", nýjasti jólasveinninn...
... ætlar að skella svo mörgum sköttum á svo hjól atvinnulífsins í núverandi mynd stöðvist og gera megi heimilisiðnaðinn aftur að aðal atvinnugrein Íslendinga.
Helsta útflutningsvaran í sæluríki framtíðarinnar verður vaðmál og vettlingar eins og á blómatíma íslensks sjálfbærnibúskapar.
Ef einhver spyr hvað verði um fiskiðnaðinn, þá verður hann jú í umsjón EB sem sér um að fiska hann og verka erlendis þar sem vantar svo mikið vinnutækifæri. Þeir Íslendingar sem ekki vinna í sveitunum eða hafa gáfur í að verða EB-starfsmenn og vinna við að þýða reglugerðir á íslensku, þeir verða hvort eð er farnir úr landi.
Það litla rafmagn sem leyft verður að nota, skal framleitt í vindmyllum (ósýnilegum að sjálfsögðu).
Vatnsaflsvirkjununum voðalegu verður mokað burt og fossarnir færðir aftur í fyrra horf svo fótgangandi ferðamenn geti notið þeirra án þess að sjá nokkurs staðar annað en óspillta náttúru.
Ojæja...
Kolefnisskattur veldur uppnámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.3.2014 kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)