Harpan, gluggar og skítur

Eitthvað virðist fólki niðri fyrir yfir birtumagnsskorti í Hörpuhjúpnum. Við hverju býst fólk, upplýstu gróðurhúsi? Eða diskóstemningu?  En ég hef eiginlega mestar áhyggjur af því að þetta verði enn ein ástæðan fyrir því að aldrei nokkurn tíma fáist peningar til þess að þvo gluggana á byggingum LSH. Það hefur nefnilega ALDREI verið gert.  Það er nánast óþekkt í okkar heimshluta að gluggar séu þvegnir á opinberum spítalabyggingum. Þar þarf nefnilega alltaf að spara.

Einu sinni heyrði ég sögu sem ég veit að er sönn. Hún sagði frá breskum skurðlækni sem lá banaleguna á sínum eigin spítala. Hann hafði fengið eitthvað krabbameinsógeð allt of snemma. Hans hinsta ósk var (haldið ykkur fast...) að gluggarnir yrðu þvegnir. Það var víst gert... einu sinni.


mbl.is Glerhjúpur Hörpu tendraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Gísladóttir

Það gæti samt hugsast að leikþættinum verði haldið áfram með Hörpu húsið og gluggarnir fá hressingu svona rétt áður en ferðamannatíminn hefst, því Harpan er jú staðsett þar sem hún er.

 En það er ansi skondið að í sama fréttatíma  sem var í kvöld, þá er verið að sýna og segja frá þegar að ljósin voru tendruð í Hörpuna , stuttu seinna kom frétt um hversu illa farnir spítalarnir eru, því ekki eru til peningar til endurbóta þar.

En þetta á svosem ekkert að koma manni á óvart hér á landi, allt heilbrigðiskerfið er á hraðri niðurleið á meðan að sumir telja fólkinu trú um að Harpan hafi verið alveg NAUÐSINLEG  .

Kv.

Ester Gísladóttir, 21.8.2011 kl. 21:17

2 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Miðað við hástemdar lýsingar í fjölmiðlum á því hvað í vændum væri, já þá hálfpartin var ég eins og margir farin að gera mér ansi stórar væntingar. Bjóst eiginlega við að þetta yrði hálfgerð opinberun og var líka verulega að vonast til þess. Miðað við orðskrúðið áttu himnarnir opnast við lúðrablástur og ljósadýrðin stíga til himins og verða okkur öllum ógleymanlegt - en því miður ekki.

Hér á ágætlega við, eins og strákur sagði við stelpu: "You where much better as a fantasy."

Anna Björg Hjartardóttir, 21.8.2011 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband