4.10.2011 | 18:03
Íslenskukunnáttu mbl.is-ritara fer ört hrakandi.
Ég hélt að eftirspurn væri "EFTIR" einhverju en ekki "Á" eitthvað??? Og svo er nú yfirleitt betra að "HVETJA" til einhvers (með H-i) en að "KVEÐJA" fólk til einhvers eins og haldið er fram í þessum lágkúrulega fréttastúf.
Hvað í skrambanum er í gangi? Er enginn eftir á þessum arma fjölmiðli sem kann grundvallaratriði íslensku?
Svo er ekki nóg með að okkar ástkæra móðurmáli sé nauðgað í sífellu. Það er líka verið að rembast við að skíra hitt og þetta upp á nýtt og það ekki gæfulega. Sem dæmi þá hefur einhver gáfnatýran þarna ákveðið að Chile skuli héreftir heita SÍLE!
Hvað næst? Verður New York stafað "NJÚJORRK" í framtíðinni? Þá er nú betra að kalla það Nýja Jórvík eins og stundum hefur sést á prenti og fellur ekki illa að íslenskri málhefð.
Mikil eftirspurn á flugi til Eyja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held að þetta S/C dæmi hafi komið frá einhverri málfarsnefnd og gott ef Z fékk ekki þessa meðhöndlun líka.
Heimur versnandi fer!
Sverrir (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 18:16
Varstu að meina spurn eftir einhverju?
Yngvi Högnason, 4.10.2011 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.